Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi
Verki lokið
Upplýsingar
Aðalverktaki:
Húsheild
Áætluð verklok:
Vor 2023
Tegund:
Sérhæfð hönnunarverkefni
Staða:
Verki lokið
Lýsing

Byggingin hýsir þjónustumiðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 m2.

Byggingin samanstendur af tveimur megin byggingum sem tengjast saman með miðrými. Önnur byggingin hýsir umsýslu fyrir daglegan rekstur þjóðgarðsins en hin starfsemi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi á hans vegum.

Byggingarframkvæmdir hófust sumarið 2020 að afloknu útboði. Verktakafyrirtækið Húsheild er aðalverktaki byggingarinnar.

Byggingin er hönnuð og byggð í samræmi við alþjóðlega umhverfisvottunarkerfið BREEAM.