Um Húsheild
Jafnrétti

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Húsheildar ehf og Byggingarfélagsins Hyrnu ehf.

Jafnréttisáætlun þessi gildir fyrir Húsheild ehf. og dótturfélag þess, Byggingarfélagið Hyrnu ehf.

Jafnréttisáætlun miðar að því að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hjá fyrirtækinu. Jafnréttisáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Tilgangur jafnréttisáætlunarinnar er að tryggja fyllsta jafnrétti kynjanna og nær hún til allra starfsmanna. Skuldbinda fyrirtækin sig til að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna og rýna reglulega þau markmið sem sett eru í.

Launajafnrétti – jafnlaunastefna

Félögin leggja áherslu á að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun skulu tryggja að kynjum sé ekki mismunað.

Innleitt hefur verið verklag við ákvörðun launa þar sem tryggt er að hver og einn starfsmaður fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess, óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.