UM OKKUR

Húsheild/Hyrna

Húsheild/Hyrna

Húsheild ehf og Byggingarfélagið Hyrna eru rekin undir nafninu Húsheild/Hyrna og starfa yfir 70 manns hjá fyrirtækinu. Húsheild ehf keypti Byggingarfélagið Hyrnu árið 2022 og eru eigendur bræðurnir Ólafur Ragnarsson og Hilmar Ragnarsson. Mikil samleiðni fer fram í rekstri fyrirtækjanna enda bæði þekkt fyrir umsvifamikla starfsemi og úrlausnir á flóknum verkefnum.

Húsheild ehf var stofnað árið 2007 í Hafnarfirði af Ragnari Lýðssyni, Ólafi Ragnarssyni og Ægi Val Haukssyni og hefur fyrirtækið tekið að sér fjölda verkefna í mannvirkjagerð og húsbyggingum fyrir opinbera aðila og einstaklinga um land allt.

Hyrna var stofnuð árið 1994 af Erni Jóhannssyni og Helga Snorrasyni og hefur helsta starfsemi fyrirtækisins verið íbúðabyggingar, tugir íbúða verið byggðar ár hvert ásamt öðrum stærri og minni verkefnum. Hyrna hefur einnig verið leiðandi á markaði á Norðausturlandi í smíði á innréttingum, gluggum og hurðum og búa starfsmenn yfir margra ára reynslu af flóknum úrlausnum í bæði smíði og uppsetningu.

Húsheild/Hyrna heldur í dag úti umsvifamikilli starfsemi í mannvirkjagerð og húsbyggingum fyrir opinbera aðila og einstaklinga ásamt því að framleiða gæða innréttingar, glugga og hurðar.

Fyrirtækið einsetur sér að fylgja eftir þeirri tækniþróun sem hefur á undanförnum árum tekið stórstígum framförum og meðal annars tekið í notkun viðamikið verkefnastjórnunarkerfi sem gerbreytt hefur allri umgjörð og stýringu verka. Jafnframt hefur fyrirtækið þróað og aukið tækjabúnað sinn til að vera sem best búið undir verkefni víðsvegar um land.

Fyrirtækið rekur sína eigin steypustöð sem hægt er að flytja hvert á land sem er í minni og stærri verkefni, kranabílum og flutningatækjum hefur fjölgað í takt við stækkun og fjölgun verka. Einnig hefur fyrirtækið lagt sérstakt kapp á að taka að sér flókin hönnunarverkefni og opinber verkefni sem krefjast mikils rekjanleika og býr því yfir talsverði reynslu af Breeamvottun og Svansvottun.

Innréttingaverkstæðið að Sjafnargötu er útbúið góðum tækjakosti og hefur mikla framleiðslugetu í smíði á gæða innréttingum, gluggum og hurðum.