Fréttir

Samningur um nýbyggingu undirritaður

Deila frétt

Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mývatn, og Ólafur Ragnarsson, annar eigandi Húsheildar, undirrituðu í dag verksamning um nýja og glæsilega aðstöðu fyrir Jarðböðin við Mývatn.

Byggingin verður rúmlega 2600 fermetrar með veitingarými, aðstöðu til fundahalda, rúmri búningsaðstöðu ásamt einkaklefum, slökunarrými og nuddaðstöðu svo fátt eitt sé nefnt. Aðstaða fyrir gesti verður öll á einni hæð og mun baðlónið halda sinni lögun en verður tengt og aðlagað að nýbyggingunni.