Fréttir

Húsheild/Hyrna leitar að liðsauka

Deila frétt

Húsheild/Hyrna er öflugt byggingafélag á Norðausturlandi sem heldur úti umsvifamikilli starfsemi í mannvirkjagerð og húsbyggingum fyrir opinbera aðila og einstaklinga um land allt. Einnig er starfrækt vel útbúið verkstæði á Akureyri sem framleiðir gæða innréttingar, glugga og hurðar.
Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 70 manns víðsvegar um landið og ríkir góður liðsandi og öflugt starfsmannafélag.
Við leitum að réttu einstaklingunum í eftirfarandi störf:
Smiður
Við leitum að einstakling með sveinsbréf í húsasmíði, 100% starfshlutfall. Starfið felur í sér almenna smíðavinnu, nýsmíði, viðhald og önnur tilfallandi verkefni.
Tækniteiknari
Við leitum að tækniteiknara með reynslu af notkun á helstu forritum, starfshlutfall er samningsatriði.
Viðhalds- og lagerstjóri
100% starfshlutfall við fjölbreytt verkefni í viðhaldsstjórnun, umsjón með tækjakosti, viðhaldi tækjabúnaðar ásamt verkfæraumsjón. Viðkomandi þarf að hafa grunnþekkingu á ýmsum viðgerðum og lágmarks tölvukunnáttu ásamt því að geta unnið sjálfstætt og vera tilbúinn til ferðalaga tengd verkefnum félagsins.
Hvetjum alla áhugasama að sækja um starfið, óháð kyni.
Nánari upplýsingar veitir Alma Dröfn Benediktsdóttir skrifstofu- og mannauðsstjóri í síma 823-9297 eða sendið á netfang alma@husheildhyrna.is