Fréttir

Hjúkrunarheimilið á Höfn í Hornafirði

Deila frétt

Um er að ræða viðbyggingu við eldra heimili á Víkurbraut 31. Framkvæmdin er annars vegar nýbygging upp á 1.400 m² að stærð og hins vegar breytingar á núverandi byggingu sem er 880 m² að stærð eða samtals 2.280m². Framkvæmdin hófst á haustmánuðum 2022 og áætlað að það verði tekið í notkun árið 2024.

Kuldatíð hefur haft áhrif á verkið í vetur en búið er að steypa kjallara/tæknirými, fylling undir sökkla er tilbúin og byrjað verður á sökklum á næstu dögum.