Fréttir

Brúin yfir Dunká

Deila frétt

Á vordögum var stór steypudagur hjá okkur en þann 21. apríl var brúin yfir Dunká steypt en verkið tók rúmlega 17 klukkustundir.  Snemma morguns eða um 5.30 byrjuðu fyrstu steypubílarnir að koma en 15 bílar voru í verkefninu sem fóru tæplega 70 ferðir frá Borgarnesi upp á Snæfellsnes. Alls fóru 520 rúmmetrar af steypu í brúna og kom síðasti steypubíllinn rúmlega 23.00. 25 starfsmenn komu að verkinu en þetta er lang stærsta steypa Húsheildar Hyrnu hingað til. Við erum stolt af mannskapnum okkar enda snillingar í að leysa flókin verkefni á fagmannlegan hátt