Upplýsingar
Lýsing
Húsheild/Hyrna vinnur að uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði KA. Framkvæmdin er stúka með áhaldageymslu, snyrtingu fyrir gesti, tæknirými fyrir keppnisvöll, æfingasalur, búningsklefi fyrir dómara, búningsklefi fyrir iðkendur og keppendur, aðstaða fyrir blaðamenn og söluafgreiðsla.
Á milli stúkumannvirkis og núverandi íþróttahúss verður reist um 1.600 fermetra tengibygging sem hýsir meðal annars búningsklefa og júdósal.
Með nýrri félagsaðstöðu verður til ný aðkoma með anddyri á norður- og suðurhliðum húss sem tengir saman núverandi íþróttahús KA og nýtt stúkumannvirki við aðalvöll.
Á jarðhæð félagsaðstöðunnar verða sex búningsklefar, afgreiðsla og móttaka, salerni, kaffistofa starfsmanna, stjórnun fyrir mannvirkið og velli, tæknirými og geymslur auk lyftu milli hæða. Á efri hæð er gert ráð fyrir júdósal í fullri stærð, snyrtingum, tæknirýmum, skrifstofu fyrir KA, tvískiptum félagssal og eldhúsi.
Áætluð verklok eru í árslok 2028