Fréttir

Jarðböðin við Mývatn

Deila frétt

Við erum með mörg verkefni í gangi þessa dagana og eitt af þeim er nýbygging Jarðbaðanna við Mývatn. Byggingin verður rúmlega 2600 fermetrar með veitingarými, aðstöðu til fundahalda, rúmri búningsaðstöðu ásamt einkaklefum, slökunarrými og nuddaðstöðu svo fátt eitt sé nefnt. Aðstaða fyrir gesti verður öll á einni hæð og mun baðlónið halda sinni lögun en verður tengt og aðlagað að nýbyggingunni.  Hér má sjá vinnusvæðið í fallegu umhverfi Mývatnssveitar.