Fréttir

Hyrna -trésmíðaverkstæðið

Deila frétt

Þessa dagana eru smiðirnir okkar á trésmíðaverkstæðinu í óða önn að smíða bæði hurðar og innréttingar fyrir Gestastofuna á Kirkjubæjarklaustri, ásamt því að smíða innréttingar fyrir Sæluhús á Akureyri.

Við hjá Hyrnu erum með vel útbúið trésmíðaverkstæði og búa starfsmenn okkar yfir margra ára reynslu af flóknum úrlausnum á smíði og uppsetningu á innréttingum, hurðum og ýmiskonar minni og stærri verkefnum fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.