Fréttir

Gluggaframleiðsla á Akureyri

Deila frétt

Við höfum hafið smíði á timburgluggum á verkstæðinu okkar á Sjafnargötu á Akureyri en framleiðsla á gluggum hefur legið niðri í nokkurn tíma.

Gluggarnir eru handsmíðaðir af fagmönnum sem búa yfir margra ára þekkingu á gluggasmíði. Lögð hefur verið áhersla á að gluggarnir standist  ýtrustu kröfur sem gerðar eru hérlendis en mun meiri kröfur eru gerðar hér á landi en annarstaðar í Evrópu.

Á dögunum sendum við glugga í slagverðurprófun í Tæknisetrinu í Reykjavík og stóðst hann 1100 Pa sem er er framúrskarandi árangur og ber vott um mikil gæði, það má því segja að glugginn hafi ,,dúxað‘‘ á prófinu. Til stendur að þróa framleiðsluna enn frekar og er álklæðningarkerfi utan á gluggana í þróun.