FRAMKVÆMDAVETUR FRAMUNDAN
Deila frétt
Eftir langt og gott sumar er veturinn mættur óvenju snemma í ár. Þrátt fyrir það þá er rífandi gangur í verkefnunum hjá okkur enda okkar menn vanir öllum aðstæðum.
Það er margt í gangi þessa dagana, bæði stór og smá verkefni.
- Nýbygging Jarðbaðanna við Mývatn er á fleygiferð en þar er stefnt á verklok í vor. Búið er loka húsinu og unnið í frágangi innanhúss og í lóðarfrágangi.
- Leiksólinn í Hagahverfi er kominn vel af stað, steypuvinna og undirbúningur í gangi.
- KA stúkan er farin að taka á sig mynd og steypuvinna komin vel á veg. Næst verða sætiseiningar hífðar niður á þrepabita og mynda þær áhorfendastallana í stúkunni.
- 50 íbúða fjölbýli í Skarðshlíð ríkur upp eins og glöggir vegfarendur hafa tekið eftir.
- Glæsilegt sumarhús í Vaðlaheiði með stórkostlegu útsýni yfir Akureyri.
- Trésmíðaverkstæðið er á fullu við að framleiða innréttingar, glugga og hurðar. Á næstu dögum verður kynnt ný vörulína í innréttingum, fylgist með því!
Við förum spennt inn í annan framkvæmdaveturinn með bjartsýni að vopni.
Myndirnar eru teknar KA stúkunni i dag.