
Framkvæmdagleði
Deila frétt
Veðrið hefur leikið við okkur upp á síðkastið og framkvæmdir gengið vel miðað við árstíma, við látum ekki smá hret í morgun stoppa framkvæmdagleðina.
Í Jarðböðunum er unnið að ýmsum verkum, vinna við að loka húsinu er á lokametrunum, unnið er við einangrun og farg á þök. Innivinnan gengur einnig vel en þar er unnið að loftræstingu, múrverki, raflögnum og pípulögnum.