Akureyrarflugvöllur
Deila frétt
Á Akureyravelli höfum við verið að vinna við að breyta gamla komusalnum en hann er núna rúmlega fokheldur. Ýmislegt getur komið upp þegar farið er að endurinnrétta 45 ára gamalt hús og kom í ljós að botnplatan á gömlu byggingunni var tvísteypt og samtals rúmir 40 cm á þykkt. Þar þarf að setja nýjan klósettkjarna og þurfti að tvísaga steypu og brjóta með tilheyrandi töfum. Þá komu einnig í ljós ýmis göt sem leyndust á útveggjum sem þarfnaðist viðgerðar.
Á undanförnum vikum höfum við steypt sökkla fyrir 90 fermetra viðbyggingu til austurs og í næstu viku koma vinir okkar frá Yabimo til að reisa viðbygginguna og skyggni fyrir framan aðalinnganginn.
Stefnt er að því að verklok fyrir annan áfanga sé í byrjun júlí og er því tíminn frekar knappur.
Þriðji og síðasti áfanginn í þessu verkefni eru breytingar á núverandi innritun sem verður komusalur fyrir innlandsflug en þar eru áætluð verklok snemma í haust.