Þjóðgarðsmiðstöðin á Hellissandi
Deila frétt
Starfsmenn Húsheildar voru viðstaddir opnun á Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi en Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði miðstöðina formlega föstudaginn 24. mars. Húsheild hóf framkvæmdir árið 2020 og er húsið um 700 m2 að flatarmáli en í því er sýningarsalur, skrifstofur starfsmanna og önnur aðstaða fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð. Byggingin er BREEAM vottuð og hönnuð af Arkís arkitektum en þeir unnu hönnunarsamkeppnina árið 2006. Húsið skiptist í þrennt, til suðurs er Jökulshöfði sem vísar í Snæfellsjökul sem trónir yfir húsinu til norðurs er Fiskbeinið sem vísar til fengsælla fiskimiða á svæðinu og í gegnum húsið liggur svo þjóðvegurinn en hægt er að ganga í þvert í gegnum húsið að innan sem utan.
Við hjá Húsheild erum virkilega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu glæsilega verkefni.
Á meðfylgjandi mynd eru starfsmenn Húsheildar, Guðjón Vésteinsson, Ólafur Ragnarsson og Runólfur Þór Jónsson.