Húsheild til fyrirmyndar í 4 ár
Deila frétt
Húsheild hlaut viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki fyrir 2022. Húsheild hefur fengið þessa viðurkenningu sl 4 ár en til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði og gefur það vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.
Við erum afskaplega stolt af þessari nafnbót og öllu framúrskarandi starfsfólkinu sem vinnur hjá Húsheild og sér til þess að við séum til fyrirmyndar.