Fréttir

Akureyrarflugvöllur

Deila frétt

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á flugvellinum á Akureyri að undanförnu og nú er farið að styttast í verklok. Við höfum lokið við fyrsta áfanga nýja 1350m2 viðbyggingu sem er bæði komu og brottfarasalur, aðallega hugsaður fyrir utanlandsflug með fríhöfn landmæraeftirliti og tollafgreiðslu. Í öðrum áfanga var komusal breytt í innritun bæði fyrir innan og utanlandsflug.

Í næstu viku byrjum við að vinna að þriðja og jafnframt síðasta áfanga verksins og á milli verkþátta erum við einnig að gera nýtt iðnaðareldhús í turnbyggingu.

Í þriðja og seinasta áfanga breytum við þáverandi innritun í komusal fyrir innanlandsfarþega, áætluð verklok eru 15 október.

Verkið hefur gengið vel þrátt fyrir ýmis verkefni sem hafa komið upp á í ferlinu.

Myndin er af áfanga 2 tilbúnum og afhentum verkaupa Isavia innanlands.